Skítlegt framferði Knattspyrnufélags Keflavíkur

Ég á ekki til orð!!!

Ég var rétt í þessu að borga nokkra reikninga í gegnum heimabankann hjá mér og hvað haldiðið?! Þar var rukkun frá Knattspyrnufélagi Keflavíkur upp á 2000 kall. Aldrei nokkurn tímann hef ég verið beðin um að styrkja þetta félag, hvað þá samþykkt það að fá reikning inn á heimabankann hjá mér. Ég hélt að reikningsnúmer fólks væru einkamál? Hvar í andsk komst félagið yfir mitt reikingsnúmer nú eða kennitölu? Ég er brjáluð!! Djöfuls argasti dónaskapur og yfirgangur. Ég er ekki skráð í þetta félag, ekki neitt íþróttafélag ef því er að skipta og hvað þá að ég sé stuðningsmaður!!

Ég sendi þeim vel orðaðan tölvupóst þar sem þeir sem standa fyrir þessu voru vinsamlegast beðnir um að fjarlægja reikninginn út af heimabankanum mínum strax í fyrramálið.

Eru einhverji hérna sem hafa lent í einhverju sambærilegu? Er þetta leyfilegt? Endilega kommentið á þetta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu alveg úti á þekju, fólk hefur val til þess að borga þetta. Þegar tvær vikur eru liðnar frá því að reikningurinn kom inn þá dettur hann sjálfkrafa út, þaes ef þú ert ekki búin að borga hann.

Jón (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Birgitta Ásbjörnsdóttir

Að sjálfsögðu veit ég að fólk hafi val um það hvort það borgi þetta eða ekki. Þetta er bara prinsippmál...hvað varð um það að fólk væri beðið um það persónulega að styrkja eitthvað ákveðið málefni, íþróttafélag eða hvað það nú er sem að er að leita styrkja. Samt sem áður, þá finnst mér þetta vera alveg einstaklega dónalegt, jafnvel þó að reikningurinn detti út eftir tvær vikur. Ég verð ennþá pirruð að hugsa um þetta því mér finnst enginn hafa rétt til þess að senda rukkun á heimabankann minn nema ég raunverulega skuldi það eða samþykki. Ég væri alveg jafn pirruð þó svo að þetta væri krabbameinsfélagið, blátt áfram eða bara hvaða félag sem er.

Birgitta Ásbjörnsdóttir, 7.10.2008 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband