Nýtt ár

Já..svona er þetta. Ég ætti að fá verðlaun fyrir ofurafköst á bloggsviðinu. Finnst ég einhvern veginn hafa tapað þessu blog-elementi sem ég hafði hérna einu sinni. Einhverra hluta vegna finnst mér ég ekki hafa neitt að tala um. Grey barnlausu vinkonur mínar, þegar að ég er búin að láta gamminn geysa um mitt tilbreytingarsnauða líf í kannski heilar tíu mínútur þá tekur við barnatal...þar er sko alltaf hægt að draga eitthvað upp úr pokahorninu. Sem betur fer á ég líka haug af vinkonum sem ákváðu að fjölga mannkyninu rétt eins og ég. Annars væri búið að dömpa mér margsinnis!

Annars gekk sæmilega í skólanum, ekki falllaust en föllin voru eiginlega fyrirframákveðin þannig að ekki grét ég það mikið. Nema helvítis stærðfræðina. Helvítis prófkvíðin komst á annað plan í þetta skiptið. Ekki var það fagurt, ég arkaði grátandi út úr miðju prófi! Dauði og djöfull..mjög svekkjandi. En ég er í einhverjum reddingum með þetta. Vonandi að þetta stærðfræðimál leysist á farsælan hátt.

Er svo að starta fjarnámi núna. Er ekki með pössun fyrir stelpurnar á daginn þannig að þær fá að eyða flestöllum dögum með mömmu sinni þar til þær byrja á leikskóla. Sem er bara kósí :) Þessar stelpur eru svo mikil mömmugull. Bláeygðu dísirnar mínar. Þeir sem til þekkja vita hvað ég meina. Þessi börn eru með svo blá augu að maður drukknar í þeim. Það verður sko passað vel upp á þær þegar þær fara að fullorðnast!

 

Nei sko...mín bara komin í barnablaðrið og mömmugírinn, það þarf ekki að spyrja að því. Óska þeim sem lesa þetta góðrar skemmtunar. Óáhugaverðara blogg hefur sennilega sjaldnast áður verið birt!

 

Adios


ÞAÐ ER VERIÐ AÐ TAKA MANN Í ÞURRT RASSGATIÐ!!!!

Já takk, ég myndi gjarna vilja láta afskrifa mínar skuldir. Segi ég við þjónustufulltrúann minn í bankanum þegar hún býður mér skuldaafskriftir með bros á vör. Við innsiglum samkomulagið með handabandi og brosandi út að eyrum....en nei, bíddu, þarna ranka ég við mér og það rennur hægt og rólega upp fyrir mér að atburðir síðustu tíu mínútna var draumur. Veit eiginlega ekki hvort svona draumar flokkist sem martraðir? Allavega eftir að vakandi vitund hefur tekið völdin...

Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá líður mér eins og verið sé að taka mig illa í þurrt rassgatið. Ég fékk mánaðarlegan miða frá fyrirtækinu sem var svo elskulegt að lána mér fyrir bílnum mínum. Mánaðarleg greiðsla er komin upp í 57 ÞÚSUND KRÓNUR á mánuði. Fyrir 14 mánuðum síðan þegar ég keypti bílinn var sú upphæð 26 þúsund krónur á mánuði og fannst mér það fulldýrt en ákvað að leggja það á mig þar sem að ég átti von á tvíburum innan skamms, búsett á Reykjanesi en keyri mikið í bæinn. Með tryggingum var mánaðarleg greiðsla af þessum blessaða fjölskyldubíl eitthvað um 35 þúsund krónur á mánuði. Í dag er staðan önnur. Bíll + tryggingar = Leiga á íbúð.

Ég tók þá ákvörðun að búa í Keflavík og leigja mér stúdentaíbúð á nýju skólasvæði Keilis og stunda nám inni í Reykjavík. Það var á þeim tíma mun hagstæðara heldur en að finna leiguhúsnæði á höfuðborgasvæðinu. Ég kíkti að gamni á smáauglýsingar áðan og viti menn...ef svo ólíklega vildi til að gæti selt bílinn minn þá er orðinn raunhæfur möguleiki fyrir mig að leigja mér íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Það munar ekki miklu á leiguverði þar og hér.

Það er ekki langt í að ég flýji land og mér skilst að ég sé ekki sú eina sem íhugi það. Ég man nú ekki prósentutöluna sem var gefin upp í fréttum um daginn þegar að ungt fólk á aldrinum 18-24/25 ára var spurt hvort það hafi íhugað undanfarið að flytjast búferlum erlendis. Ég man bara að hlutfallið var hátt. Hversu miklum tekjum verður ríkið af þegar að fólk flykkist í flug til hinna norðurlandanna? Hvernig væri að fara að gera eitthvað?? Andskotinn hafi það hvað ég er orðin þreytt á þessu ástandi. Og af fréttum af dæma er þetta bara byrjunin...


Jahérnahér!

Haha..ég er þáttakandi í þessu vöruhamstri...mömmu finnst ég ekkert sniðug, segir að ég sé allt of opin fyrir svona hræðsluáróðri. En hvað um það, ég á þó allavega til nóg af hrísgrjónum og pasta ef í hallæri fer. Sendi svo bara eftir mjólk í sveitina til Röggu vinkonu..djöfull er maður sniðugur!

 

Nei svona í alvöru talað þá er ég farin að glotta vel út í annað og eiginlega ræð ekki við sjálfa mig. Þetta er svo farsa og fjarstæðukennt ástand að maður er hættur að vita í hvorn fótinn maður eigi eiginlega að stíga í...

 

Ég er farin að bíða eftir einhverjum róttækum aðgerðum hérna, afsögn ríkisstjórnarinnar, uppsögn seðlabankastjóra, breytingar?

 


mbl.is Íslendingar birgja sig upp af mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, við búum saman....

Stundum á ég bara ekki til orð yfir eigin snilligáfu. Afrekaði áðan að láta stimpla mig sem lesbíu á mjög pínlegan hátt.

Fór sem sagt með litlu ljúfurnar til læknis þar sem að þær létu vægast sagt mjög eyrnabólgulega þegar að þær áttu að fara að sofa. Plataði hana Völu með mér, sem er vinkona mín og meðleigjandi.
Við mætum á spítalann og þar kemur þessi læknir....sem er HEITUR og heilsar okkur. Þarf svo að fara að sinna einhverjum sem kom með sjúkrabíl akkúrat þegar að við vorum að fara að láta kíkja í eyrun. Svo kemur hann eftir klukkutíma...stelpurnar orðnar rauðeygðar af þreytu en ekkert við því að gera. Við komum sem sagt inn á skoðunarstofuna og ég segi honum sögu stelpnanna. Svo lætur hann mig setjast með Heklu Berglindi upp á bekkinn og spyr svo okkur Völu hvort við séum systur. Og SNILLINGURINN ÉG svaraði ,,nei, við búum saman"......sjitt,sjitt,sjitt,sjitt,sjitt!!!!!!!! AULI!!!!!!!!!

Jæja, hann skoðar stelpurnar og rörin eru enn á réttum stað og virka eins og þau eiga að gera þannig að það hefur ekki náð að myndast sýking í innra eyranu. Sem er frábært að heyra því þessi litlu ljós eru búin að berjast við þennan púka síðan í mars. Síðan teiknar hann einhverja skýringarmynd og útskýrir fyrir mér að þær gætu verið með einhvern vökva sem kemur úr nefinu upp í eyrað og rörin skola því svo út. En þær geta samt sem áður verið með eyrnabólgu og fundið til en er samt ekki svo slæmt að það þurfi að meðhöndla það með sýklalyfjum.

Síðan erum við að kveðja og doksi spyr voða hissa hvort við höfum komið á sitthvorum bílnum...ehmm já, sko, hún kom bara með mér til að hjálpa mér af því það er svo erfitt að fara með þær ein...

Við löbbum út og ég er að deyja, þetta var aðeins of heitur læknir, ég fór í aðeins of mikið kerfi og gerði mig að aðeins of miklu fífli...og tók Völu með mér í fallinu en ég vorkenni henni ekki neitt af því hún er lesbía hvort eð er!! Og við náttúrulega báðar fórum að skellihlæja á leiðinni út.

Kræst...ég er með kjánahroll.


ef satt reynist...

Þá tók ég þátt í þessum bensínkaupum núna í kvöld í Keflavík og fer að sofa pínu-pínu lítið ánægðari annað kvöld. Annars er þetta nú full drastískt en hvað getur maður gert? Það er allt á leiðinni til helvítis..allavega hef ég miklar áhyggjur af því sem koma skal. Ég hef þrjá munna að metta og það er ekki eins og það sé ódýrt núorðið að versla í Bónus...

Vonandi koma Geir & kó efnahaslífinu í gang aftur. Annars veit maður varla hvort maður eigi að þora að vona eða búast við nokkrum sköpuðum hlut núorðið?


mbl.is Langar biðraðir við bensínstöðvar á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband