Jæja, þá kom að því. Mér finnst ég verða að fara að tjá mig eitthvað. Geri það hér og vona að einhverjir nenni að fylgjast með.
Ég er náttúrulega byrjuð í skólanum..grunnnám upplýsinga og fjölmiðlatækni í Tækniskólanum. Og kann alveg ótrúlega vel við mig! Það er æiðslegt að vera komin aftur í skóla og ennþá æðislegra að vera loksins í skóla af því mig langar til þess að vera í skóla og læra eitthvað. Ég var alltaf að byrja í þessum skólanum, byrja í hinum, hætta á miðjum önnum eða rétt fyrir lokapróf...fæ illt í magann af tilhugsuninni hversu miklum peningum ég sjálf og foreldrar mínir eru búin að eyða í þetta. En loksins er þetta að takast núna..mánuður búinn, ég búin að standa mig mjög vel að eigin áliti, áhuginn ennþá brennandi og fullkomnunaráráttan ennþá til staðar.
Svo finnst mér ég líka vera á síðasta sjéns, tala nú ekki um miðað við þjóðfélagsástandið. Mér finnst ég verða að mennta mig til þess að geta séð fyrir börnunum mínum eins og ég vil. Ég nenni ekki að standa í því að vera í láglaunavinnum næstu tuttugu árin og rétt skrimta. Ég vil getað farið í búðina síðasta dag mánaðarins og vita það að ég fer ekki yfir á kortinu mínu eða vita það að ég fái ekki synjun. Umfaram allt vil ég geta veitt mér og börnunum mínum fjárhagslegt öryggi og ég veit það að ég geri það með því að mennta mig. Ekki það að ég líti niður á ómenntað fólk, því fer fjarri. Ég á til dæmis frænku sem var að láta drauminn sinn rætast og fara í háksólanám og vá! Þvílíkt sem að ég dáist að henni! Mamma komin í háskólann líka og hún er í fullri vinnu meðfram ásamt því að sjá um börn,mann og bú! Hún er hetja.
En ég vil líka getað hugsað til baka og verið sátt og sæl með þær ákvarðanir sem ég tók. Það verður töff að gera þetta núna..en verður ekki bara erfiðara að gera þetta seinna? Börnin verða eldri, skuldirnar og útgjöldin hækka...launin standa í stað. Nei, ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þrauka í gegnum þetta núna og setjast niður með kaffibolla og tjilla eftir 10 ár, áhyggjulaus. Hugsanlega á Kúbu bara?!
Nei, þetta eru bara pæingarnar mínar og ég ætla rétt að vona að eftir 10 ár þá rekist ég kannski á þessa færslu og brosi með sjálfri mér því mér tókst það sem ég ætlaði mér. Vonandi mun ég ekki rekast á þetta og fá hnút í magann því ég klúðraði bigtime og vita það að sökin liggur bara hjá sjálfri mér og engum öðrum. Því það er svo týpískt og alveg ekta ég. Þannig að allir mínir velunnarar, mútta, pabbarnir mínir, amma, frænkur, frændar og vinkonur..þið fáið fullt leyfi til þess að dangla laglega í afturendann á mér ef ég fer út af sporinu..vonum bara að það gerist ekki!
Nóg í bili...verð alltaf svo kvíðin að pæla svona í framtíðinni...fer mér betur að lifa í núinu og standast daglegar kröfur sem ég set sjálfri með og það er oft bara drulluerfitt. En það er súrsætt og launin sem ég uppsker eru margföld og ég tala nú ekki um þegar að þessar skvísur brosa til mín og kasta sér í fangið á mér :)
/Users/birgittaasbjornsdottir/Desktop/n622489051_1400660_8837.jpg
Athugasemdir
hehe, talandi um að vera alltaf að skipta um skóla...ég gleymi því aldrei þegar ég hitti þig fyrst...eða hitti og ekki hitti...það kemur þessi furðulega stelpa inní sjónlistatíma sem segist hafa verið í FG og sem mér fannst líta geðveikt stórt á sig því hún hafði verið í e-m svaka skóla á höfuðborgarsvæðinu og mér fannst líka pínu skrýtin....en viti menn...hvar stöndum við í dag;) hehe gott dæmi um að maður á ekki að dæma fólk af fyrstu kynnum!!!!;) en ég sakna þín líka..og takk fyrir að kommenta svona mikið á bloggið mitt..þú virðist vera eina manneskjan sem nennir að lesa ruglið í mér!!!;) knús og kossar frá danmörku
Steinunn (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 19:33
Já sjitt!! Hvað er ég búin að heyra þennan oft? ,,Mér fannst þú svo skrítin fyrst þegar að ég hitti þig!"
En það er nú bara minnsta..ég sakna þín! Auðvitað les ég ruglið í þér þegar þú ert ekki hérna til þess að rugla í mér!
Take care...láttu heyra oftar í þér..kossar frá skyttunum þrem ;)
Birgitta Ásbjörnsdóttir, 5.10.2008 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.