Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Já..svona er þetta. Ég ætti að fá verðlaun fyrir ofurafköst á bloggsviðinu. Finnst ég einhvern veginn hafa tapað þessu blog-elementi sem ég hafði hérna einu sinni. Einhverra hluta vegna finnst mér ég ekki hafa neitt að tala um. Grey barnlausu vinkonur mínar, þegar að ég er búin að láta gamminn geysa um mitt tilbreytingarsnauða líf í kannski heilar tíu mínútur þá tekur við barnatal...þar er sko alltaf hægt að draga eitthvað upp úr pokahorninu. Sem betur fer á ég líka haug af vinkonum sem ákváðu að fjölga mannkyninu rétt eins og ég. Annars væri búið að dömpa mér margsinnis!
Annars gekk sæmilega í skólanum, ekki falllaust en föllin voru eiginlega fyrirframákveðin þannig að ekki grét ég það mikið. Nema helvítis stærðfræðina. Helvítis prófkvíðin komst á annað plan í þetta skiptið. Ekki var það fagurt, ég arkaði grátandi út úr miðju prófi! Dauði og djöfull..mjög svekkjandi. En ég er í einhverjum reddingum með þetta. Vonandi að þetta stærðfræðimál leysist á farsælan hátt.
Er svo að starta fjarnámi núna. Er ekki með pössun fyrir stelpurnar á daginn þannig að þær fá að eyða flestöllum dögum með mömmu sinni þar til þær byrja á leikskóla. Sem er bara kósí :) Þessar stelpur eru svo mikil mömmugull. Bláeygðu dísirnar mínar. Þeir sem til þekkja vita hvað ég meina. Þessi börn eru með svo blá augu að maður drukknar í þeim. Það verður sko passað vel upp á þær þegar þær fara að fullorðnast!
Nei sko...mín bara komin í barnablaðrið og mömmugírinn, það þarf ekki að spyrja að því. Óska þeim sem lesa þetta góðrar skemmtunar. Óáhugaverðara blogg hefur sennilega sjaldnast áður verið birt!
Adios
Bloggar | 13.1.2009 | 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Af mbl.is
Erlent
- Heimurinn logar
- Ákæra um embættisbrot lögð fram
- Yoon dregur í land
- Hrundu sókn Rússa yfir Oskil-ána
- Herlögin í gildi þar til forsetinn segi annað
- Þingið felldi herlög forsetans úr gildi
- Hermenn girða þinghús Suður-Kóreu af
- Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu
- Synjar Musk um 7.700 milljarða kaupauka
- Skemmdir á köplum í Finnlandi óhapp