Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Ég á ekki til orð!!!
Ég var rétt í þessu að borga nokkra reikninga í gegnum heimabankann hjá mér og hvað haldiðið?! Þar var rukkun frá Knattspyrnufélagi Keflavíkur upp á 2000 kall. Aldrei nokkurn tímann hef ég verið beðin um að styrkja þetta félag, hvað þá samþykkt það að fá reikning inn á heimabankann hjá mér. Ég hélt að reikningsnúmer fólks væru einkamál? Hvar í andsk komst félagið yfir mitt reikingsnúmer nú eða kennitölu? Ég er brjáluð!! Djöfuls argasti dónaskapur og yfirgangur. Ég er ekki skráð í þetta félag, ekki neitt íþróttafélag ef því er að skipta og hvað þá að ég sé stuðningsmaður!!
Ég sendi þeim vel orðaðan tölvupóst þar sem þeir sem standa fyrir þessu voru vinsamlegast beðnir um að fjarlægja reikninginn út af heimabankanum mínum strax í fyrramálið.
Eru einhverji hérna sem hafa lent í einhverju sambærilegu? Er þetta leyfilegt? Endilega kommentið á þetta!
Bloggar | 30.9.2008 | 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja, þá kom að því. Mér finnst ég verða að fara að tjá mig eitthvað. Geri það hér og vona að einhverjir nenni að fylgjast með.
Ég er náttúrulega byrjuð í skólanum..grunnnám upplýsinga og fjölmiðlatækni í Tækniskólanum. Og kann alveg ótrúlega vel við mig! Það er æiðslegt að vera komin aftur í skóla og ennþá æðislegra að vera loksins í skóla af því mig langar til þess að vera í skóla og læra eitthvað. Ég var alltaf að byrja í þessum skólanum, byrja í hinum, hætta á miðjum önnum eða rétt fyrir lokapróf...fæ illt í magann af tilhugsuninni hversu miklum peningum ég sjálf og foreldrar mínir eru búin að eyða í þetta. En loksins er þetta að takast núna..mánuður búinn, ég búin að standa mig mjög vel að eigin áliti, áhuginn ennþá brennandi og fullkomnunaráráttan ennþá til staðar.
Svo finnst mér ég líka vera á síðasta sjéns, tala nú ekki um miðað við þjóðfélagsástandið. Mér finnst ég verða að mennta mig til þess að geta séð fyrir börnunum mínum eins og ég vil. Ég nenni ekki að standa í því að vera í láglaunavinnum næstu tuttugu árin og rétt skrimta. Ég vil getað farið í búðina síðasta dag mánaðarins og vita það að ég fer ekki yfir á kortinu mínu eða vita það að ég fái ekki synjun. Umfaram allt vil ég geta veitt mér og börnunum mínum fjárhagslegt öryggi og ég veit það að ég geri það með því að mennta mig. Ekki það að ég líti niður á ómenntað fólk, því fer fjarri. Ég á til dæmis frænku sem var að láta drauminn sinn rætast og fara í háksólanám og vá! Þvílíkt sem að ég dáist að henni! Mamma komin í háskólann líka og hún er í fullri vinnu meðfram ásamt því að sjá um börn,mann og bú! Hún er hetja.
En ég vil líka getað hugsað til baka og verið sátt og sæl með þær ákvarðanir sem ég tók. Það verður töff að gera þetta núna..en verður ekki bara erfiðara að gera þetta seinna? Börnin verða eldri, skuldirnar og útgjöldin hækka...launin standa í stað. Nei, ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þrauka í gegnum þetta núna og setjast niður með kaffibolla og tjilla eftir 10 ár, áhyggjulaus. Hugsanlega á Kúbu bara?!
Nei, þetta eru bara pæingarnar mínar og ég ætla rétt að vona að eftir 10 ár þá rekist ég kannski á þessa færslu og brosi með sjálfri mér því mér tókst það sem ég ætlaði mér. Vonandi mun ég ekki rekast á þetta og fá hnút í magann því ég klúðraði bigtime og vita það að sökin liggur bara hjá sjálfri mér og engum öðrum. Því það er svo týpískt og alveg ekta ég. Þannig að allir mínir velunnarar, mútta, pabbarnir mínir, amma, frænkur, frændar og vinkonur..þið fáið fullt leyfi til þess að dangla laglega í afturendann á mér ef ég fer út af sporinu..vonum bara að það gerist ekki!
Nóg í bili...verð alltaf svo kvíðin að pæla svona í framtíðinni...fer mér betur að lifa í núinu og standast daglegar kröfur sem ég set sjálfri með og það er oft bara drulluerfitt. En það er súrsætt og launin sem ég uppsker eru margföld og ég tala nú ekki um þegar að þessar skvísur brosa til mín og kasta sér í fangið á mér :)
/Users/birgittaasbjornsdottir/Desktop/n622489051_1400660_8837.jpg
Bloggar | 25.9.2008 | 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
Af mbl.is
Erlent
- Heimurinn logar
- Ákæra um embættisbrot lögð fram
- Yoon dregur í land
- Hrundu sókn Rússa yfir Oskil-ána
- Herlögin í gildi þar til forsetinn segi annað
- Þingið felldi herlög forsetans úr gildi
- Hermenn girða þinghús Suður-Kóreu af
- Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu
- Synjar Musk um 7.700 milljarða kaupauka
- Skemmdir á köplum í Finnlandi óhapp