Já takk, ég myndi gjarna vilja láta afskrifa mínar skuldir. Segi ég við þjónustufulltrúann minn í bankanum þegar hún býður mér skuldaafskriftir með bros á vör. Við innsiglum samkomulagið með handabandi og brosandi út að eyrum....en nei, bíddu, þarna ranka ég við mér og það rennur hægt og rólega upp fyrir mér að atburðir síðustu tíu mínútna var draumur. Veit eiginlega ekki hvort svona draumar flokkist sem martraðir? Allavega eftir að vakandi vitund hefur tekið völdin...
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá líður mér eins og verið sé að taka mig illa í þurrt rassgatið. Ég fékk mánaðarlegan miða frá fyrirtækinu sem var svo elskulegt að lána mér fyrir bílnum mínum. Mánaðarleg greiðsla er komin upp í 57 ÞÚSUND KRÓNUR á mánuði. Fyrir 14 mánuðum síðan þegar ég keypti bílinn var sú upphæð 26 þúsund krónur á mánuði og fannst mér það fulldýrt en ákvað að leggja það á mig þar sem að ég átti von á tvíburum innan skamms, búsett á Reykjanesi en keyri mikið í bæinn. Með tryggingum var mánaðarleg greiðsla af þessum blessaða fjölskyldubíl eitthvað um 35 þúsund krónur á mánuði. Í dag er staðan önnur. Bíll + tryggingar = Leiga á íbúð.
Ég tók þá ákvörðun að búa í Keflavík og leigja mér stúdentaíbúð á nýju skólasvæði Keilis og stunda nám inni í Reykjavík. Það var á þeim tíma mun hagstæðara heldur en að finna leiguhúsnæði á höfuðborgasvæðinu. Ég kíkti að gamni á smáauglýsingar áðan og viti menn...ef svo ólíklega vildi til að gæti selt bílinn minn þá er orðinn raunhæfur möguleiki fyrir mig að leigja mér íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Það munar ekki miklu á leiguverði þar og hér.
Það er ekki langt í að ég flýji land og mér skilst að ég sé ekki sú eina sem íhugi það. Ég man nú ekki prósentutöluna sem var gefin upp í fréttum um daginn þegar að ungt fólk á aldrinum 18-24/25 ára var spurt hvort það hafi íhugað undanfarið að flytjast búferlum erlendis. Ég man bara að hlutfallið var hátt. Hversu miklum tekjum verður ríkið af þegar að fólk flykkist í flug til hinna norðurlandanna? Hvernig væri að fara að gera eitthvað?? Andskotinn hafi það hvað ég er orðin þreytt á þessu ástandi. Og af fréttum af dæma er þetta bara byrjunin...
Eldri færslur
Af mbl.is
Innlent
- Könnun Gallup nálægt úrslitum kosninga
- Vitni fylgdi þjófi eftir í miðbænum
- Hraunflæðið að mestu til suðausturs
- Skúrir eða él á víð og dreif
- Skólahald hafið á ný í Árneshreppi
- Allt að 80% aukning milli ára
- Varhugavert ofan Steins í Esjunni
- Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn
- Þetta er það sem maður óttaðist
- HA ríður á vað gervigreindar
Erlent
- Heimurinn logar
- Ákæra um embættisbrot lögð fram
- Yoon dregur í land
- Hrundu sókn Rússa yfir Oskil-ána
- Herlögin í gildi þar til forsetinn segi annað
- Þingið felldi herlög forsetans úr gildi
- Hermenn girða þinghús Suður-Kóreu af
- Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu
- Synjar Musk um 7.700 milljarða kaupauka
- Skemmdir á köplum í Finnlandi óhapp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.