Nei, við búum saman....

Stundum á ég bara ekki til orð yfir eigin snilligáfu. Afrekaði áðan að láta stimpla mig sem lesbíu á mjög pínlegan hátt.

Fór sem sagt með litlu ljúfurnar til læknis þar sem að þær létu vægast sagt mjög eyrnabólgulega þegar að þær áttu að fara að sofa. Plataði hana Völu með mér, sem er vinkona mín og meðleigjandi.
Við mætum á spítalann og þar kemur þessi læknir....sem er HEITUR og heilsar okkur. Þarf svo að fara að sinna einhverjum sem kom með sjúkrabíl akkúrat þegar að við vorum að fara að láta kíkja í eyrun. Svo kemur hann eftir klukkutíma...stelpurnar orðnar rauðeygðar af þreytu en ekkert við því að gera. Við komum sem sagt inn á skoðunarstofuna og ég segi honum sögu stelpnanna. Svo lætur hann mig setjast með Heklu Berglindi upp á bekkinn og spyr svo okkur Völu hvort við séum systur. Og SNILLINGURINN ÉG svaraði ,,nei, við búum saman"......sjitt,sjitt,sjitt,sjitt,sjitt!!!!!!!! AULI!!!!!!!!!

Jæja, hann skoðar stelpurnar og rörin eru enn á réttum stað og virka eins og þau eiga að gera þannig að það hefur ekki náð að myndast sýking í innra eyranu. Sem er frábært að heyra því þessi litlu ljós eru búin að berjast við þennan púka síðan í mars. Síðan teiknar hann einhverja skýringarmynd og útskýrir fyrir mér að þær gætu verið með einhvern vökva sem kemur úr nefinu upp í eyrað og rörin skola því svo út. En þær geta samt sem áður verið með eyrnabólgu og fundið til en er samt ekki svo slæmt að það þurfi að meðhöndla það með sýklalyfjum.

Síðan erum við að kveðja og doksi spyr voða hissa hvort við höfum komið á sitthvorum bílnum...ehmm já, sko, hún kom bara með mér til að hjálpa mér af því það er svo erfitt að fara með þær ein...

Við löbbum út og ég er að deyja, þetta var aðeins of heitur læknir, ég fór í aðeins of mikið kerfi og gerði mig að aðeins of miklu fífli...og tók Völu með mér í fallinu en ég vorkenni henni ekki neitt af því hún er lesbía hvort eð er!! Og við náttúrulega báðar fórum að skellihlæja á leiðinni út.

Kræst...ég er með kjánahroll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband