Færsluflokkur: Bloggar
Já..svona er þetta. Ég ætti að fá verðlaun fyrir ofurafköst á bloggsviðinu. Finnst ég einhvern veginn hafa tapað þessu blog-elementi sem ég hafði hérna einu sinni. Einhverra hluta vegna finnst mér ég ekki hafa neitt að tala um. Grey barnlausu vinkonur mínar, þegar að ég er búin að láta gamminn geysa um mitt tilbreytingarsnauða líf í kannski heilar tíu mínútur þá tekur við barnatal...þar er sko alltaf hægt að draga eitthvað upp úr pokahorninu. Sem betur fer á ég líka haug af vinkonum sem ákváðu að fjölga mannkyninu rétt eins og ég. Annars væri búið að dömpa mér margsinnis!
Annars gekk sæmilega í skólanum, ekki falllaust en föllin voru eiginlega fyrirframákveðin þannig að ekki grét ég það mikið. Nema helvítis stærðfræðina. Helvítis prófkvíðin komst á annað plan í þetta skiptið. Ekki var það fagurt, ég arkaði grátandi út úr miðju prófi! Dauði og djöfull..mjög svekkjandi. En ég er í einhverjum reddingum með þetta. Vonandi að þetta stærðfræðimál leysist á farsælan hátt.
Er svo að starta fjarnámi núna. Er ekki með pössun fyrir stelpurnar á daginn þannig að þær fá að eyða flestöllum dögum með mömmu sinni þar til þær byrja á leikskóla. Sem er bara kósí :) Þessar stelpur eru svo mikil mömmugull. Bláeygðu dísirnar mínar. Þeir sem til þekkja vita hvað ég meina. Þessi börn eru með svo blá augu að maður drukknar í þeim. Það verður sko passað vel upp á þær þegar þær fara að fullorðnast!
Nei sko...mín bara komin í barnablaðrið og mömmugírinn, það þarf ekki að spyrja að því. Óska þeim sem lesa þetta góðrar skemmtunar. Óáhugaverðara blogg hefur sennilega sjaldnast áður verið birt!
Adios
Bloggar | 13.1.2009 | 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já takk, ég myndi gjarna vilja láta afskrifa mínar skuldir. Segi ég við þjónustufulltrúann minn í bankanum þegar hún býður mér skuldaafskriftir með bros á vör. Við innsiglum samkomulagið með handabandi og brosandi út að eyrum....en nei, bíddu, þarna ranka ég við mér og það rennur hægt og rólega upp fyrir mér að atburðir síðustu tíu mínútna var draumur. Veit eiginlega ekki hvort svona draumar flokkist sem martraðir? Allavega eftir að vakandi vitund hefur tekið völdin...
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá líður mér eins og verið sé að taka mig illa í þurrt rassgatið. Ég fékk mánaðarlegan miða frá fyrirtækinu sem var svo elskulegt að lána mér fyrir bílnum mínum. Mánaðarleg greiðsla er komin upp í 57 ÞÚSUND KRÓNUR á mánuði. Fyrir 14 mánuðum síðan þegar ég keypti bílinn var sú upphæð 26 þúsund krónur á mánuði og fannst mér það fulldýrt en ákvað að leggja það á mig þar sem að ég átti von á tvíburum innan skamms, búsett á Reykjanesi en keyri mikið í bæinn. Með tryggingum var mánaðarleg greiðsla af þessum blessaða fjölskyldubíl eitthvað um 35 þúsund krónur á mánuði. Í dag er staðan önnur. Bíll + tryggingar = Leiga á íbúð.
Ég tók þá ákvörðun að búa í Keflavík og leigja mér stúdentaíbúð á nýju skólasvæði Keilis og stunda nám inni í Reykjavík. Það var á þeim tíma mun hagstæðara heldur en að finna leiguhúsnæði á höfuðborgasvæðinu. Ég kíkti að gamni á smáauglýsingar áðan og viti menn...ef svo ólíklega vildi til að gæti selt bílinn minn þá er orðinn raunhæfur möguleiki fyrir mig að leigja mér íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Það munar ekki miklu á leiguverði þar og hér.
Það er ekki langt í að ég flýji land og mér skilst að ég sé ekki sú eina sem íhugi það. Ég man nú ekki prósentutöluna sem var gefin upp í fréttum um daginn þegar að ungt fólk á aldrinum 18-24/25 ára var spurt hvort það hafi íhugað undanfarið að flytjast búferlum erlendis. Ég man bara að hlutfallið var hátt. Hversu miklum tekjum verður ríkið af þegar að fólk flykkist í flug til hinna norðurlandanna? Hvernig væri að fara að gera eitthvað?? Andskotinn hafi það hvað ég er orðin þreytt á þessu ástandi. Og af fréttum af dæma er þetta bara byrjunin...
Bloggar | 5.11.2008 | 03:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haha..ég er þáttakandi í þessu vöruhamstri...mömmu finnst ég ekkert sniðug, segir að ég sé allt of opin fyrir svona hræðsluáróðri. En hvað um það, ég á þó allavega til nóg af hrísgrjónum og pasta ef í hallæri fer. Sendi svo bara eftir mjólk í sveitina til Röggu vinkonu..djöfull er maður sniðugur!
Nei svona í alvöru talað þá er ég farin að glotta vel út í annað og eiginlega ræð ekki við sjálfa mig. Þetta er svo farsa og fjarstæðukennt ástand að maður er hættur að vita í hvorn fótinn maður eigi eiginlega að stíga í...
Ég er farin að bíða eftir einhverjum róttækum aðgerðum hérna, afsögn ríkisstjórnarinnar, uppsögn seðlabankastjóra, breytingar?
Íslendingar birgja sig upp af mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.10.2008 | 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stundum á ég bara ekki til orð yfir eigin snilligáfu. Afrekaði áðan að láta stimpla mig sem lesbíu á mjög pínlegan hátt.
Fór sem sagt með litlu ljúfurnar til læknis þar sem að þær létu vægast sagt mjög eyrnabólgulega þegar að þær áttu að fara að sofa. Plataði hana Völu með mér, sem er vinkona mín og meðleigjandi.
Við mætum á spítalann og þar kemur þessi læknir....sem er HEITUR og heilsar okkur. Þarf svo að fara að sinna einhverjum sem kom með sjúkrabíl akkúrat þegar að við vorum að fara að láta kíkja í eyrun. Svo kemur hann eftir klukkutíma...stelpurnar orðnar rauðeygðar af þreytu en ekkert við því að gera. Við komum sem sagt inn á skoðunarstofuna og ég segi honum sögu stelpnanna. Svo lætur hann mig setjast með Heklu Berglindi upp á bekkinn og spyr svo okkur Völu hvort við séum systur. Og SNILLINGURINN ÉG svaraði ,,nei, við búum saman"......sjitt,sjitt,sjitt,sjitt,sjitt!!!!!!!! AULI!!!!!!!!!
Jæja, hann skoðar stelpurnar og rörin eru enn á réttum stað og virka eins og þau eiga að gera þannig að það hefur ekki náð að myndast sýking í innra eyranu. Sem er frábært að heyra því þessi litlu ljós eru búin að berjast við þennan púka síðan í mars. Síðan teiknar hann einhverja skýringarmynd og útskýrir fyrir mér að þær gætu verið með einhvern vökva sem kemur úr nefinu upp í eyrað og rörin skola því svo út. En þær geta samt sem áður verið með eyrnabólgu og fundið til en er samt ekki svo slæmt að það þurfi að meðhöndla það með sýklalyfjum.
Síðan erum við að kveðja og doksi spyr voða hissa hvort við höfum komið á sitthvorum bílnum...ehmm já, sko, hún kom bara með mér til að hjálpa mér af því það er svo erfitt að fara með þær ein...
Við löbbum út og ég er að deyja, þetta var aðeins of heitur læknir, ég fór í aðeins of mikið kerfi og gerði mig að aðeins of miklu fífli...og tók Völu með mér í fallinu en ég vorkenni henni ekki neitt af því hún er lesbía hvort eð er!! Og við náttúrulega báðar fórum að skellihlæja á leiðinni út.
Kræst...ég er með kjánahroll.
Bloggar | 10.10.2008 | 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá tók ég þátt í þessum bensínkaupum núna í kvöld í Keflavík og fer að sofa pínu-pínu lítið ánægðari annað kvöld. Annars er þetta nú full drastískt en hvað getur maður gert? Það er allt á leiðinni til helvítis..allavega hef ég miklar áhyggjur af því sem koma skal. Ég hef þrjá munna að metta og það er ekki eins og það sé ódýrt núorðið að versla í Bónus...
Vonandi koma Geir & kó efnahaslífinu í gang aftur. Annars veit maður varla hvort maður eigi að þora að vona eða búast við nokkrum sköpuðum hlut núorðið?
Langar biðraðir við bensínstöðvar á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.10.2008 | 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er þetta grín? Þvílíkt og annað eins svínarí!
Ég asnaðist inn í blómaval áðan. Það er nú varla frásögur færandi nema það að ég sé þessar geðveiku kertaluktir sem eru á 50 % afslætti. MIg hefur lengi langað í svona luktir en þær eru bara svo dýrar. Ég ákvað að kaupa mér tvær, eina stóra og aðra minni þar sem að það stendur að allar kertalugtir séu á 50 % afsl. Ok, sé svo ilmkerti sem mig langaði að kaupa handa Björgu þar sem ég var nú á leiðinni í kaffi til hennar. Ákveð svo að kaupa líka svart sprey til þess að spreyja luktirnar. Svo kem ég að kassanum og eitthvað segir mér að spyrja kassadömuna á hvaða verði stærri luktin kemur inn. Jújú, fjögur þúsund og eitthvað, ég segi henni að þessu sé stillt uppi á borði þar sem að standi að þær séu á 50 % afslætti, hafi áður kostað 5990 kr en séu núna á 2900. Hún fer svo að labba fram og til baka að afla sér upplýsinga og kemur svo til baka og segir mér að sumar luktirnar séu bara á 30 % afsl. Ég spyr hana þá hvort hún sé ekki bara til í að fara eftir lögum og selja mér þetta á því verði sem gefið er upp inni í búðinni. Nei, ég verð að ræða þetta við þær inni í blómavali. Þarna var farið að sjóða á mér. Þangað fer ég og daman sem ég tala við segir mér að luktin sé bara á 30 % afsl ég bið hana vinsamlegast að labba með mér að borðinu þar sem stendur svart á hvítu...allar luktir á 50 %. Plús stórt spjald þar sem stendur. 2900, áður 5990. Hún skannar þetta inn hjá sér og segist ætla að láta mig fá þetta á þessu verði. En fallegt af konunni, hvað með alla hina? Eiga þeir að borga meira? Jæja, whatever, þetta var búið að taka soldið lengri tíma en ég ætlaði mér. Kem aftur að kassanum og daman þar skannar inn miðann sem ég kom með frá þeim í blómavali og skannar svo inn kertið og spreyið. Mig grunaði að það sama gæti átt sér stað þannig að ég spyr hana hvað kertið kosti. 1990 kr. Nei! Ekki aldelis, inni í búðinni er það verðmerkt 1099 kr. Hún biður mig að sýna sér það og ég geri það. Hana, þar hafði ég rétt fyrir mér aftur. Af fjórum hlutum sem ég verslaði í þessari skítabúllu var ein vara rétt verðmerkt þegar ég kom að kassanum. Fólkið fyrir aftan mig í röðinni var mjög elskulegt og sýndi þessu fullan skilning, enda varla annað hægt. Héðan í frá fer ég með blað og penna með mér hvert sem ég versla, sérstaklega í bónus þar sem að ég hef illan grun um að hafa margoft verið leikin grátt þar.
Hvet alla til þess að gera þetta og taka Dr.Gunna sér til fyrirmyndar, það er alveg með ólíkindm hvað fyrirtæki á Íslandi komast upp með að svindla á neytendum.
Annars er af mér að frétta að ég er búin að vera lasin. Vaknaði á miðvikudagsmorgun með kviðverki og fór svo um kvöldið á HSS þar sem verkurinn var ekkert á leiðinni að fara. Þar er tekið þvagsýni og þungunarpróf, þvagið hreint og ég ekki ólétt þannig að læknirinn biður mig að koma á fimmtudagsmorgun í blóðprúfu. Ég spyr hana hvort ég geti ekki komið eftir hádegi þar sem ég er í skóla í rvk en það gengur ekki þannig að ég fæ vottorð fyrir skólann. Á samt að koma aftur ef ég versna. Vakna morguninn eftir engu skárri og fer í þessa blóðprufu og bið svo um að fá að hitta lækni þar sem ég fór bara versnandi. Eftir 40 mín kemur læknir og segir mér að koma aftur um hálfeitt, þá séu komnar niðurstöður úr blóðprufunni. Ég fer heim til mömmu og er voðalega slöpp eitthvað og fer svo aftur inn eftir. Þar er ég send á bráðamóttökuna, hitti hjúkku sem hringir í lækninn og er svo send fram í biðstofuna að bíða eftir að hitta annan lækni. Bíð þar í hálftíma, hitti lækni, hann potar í magann á mér, segir að þetta séu sennilega blöðrur á eggjastokkunum og séu væntanlega að springa og það hafi farið vökví í kviðarholið. Á að ganga yfir á nokkrum klukkutímum. Skrifar upp á einhverja verkjastillandi stíla og aðra stíla sem eru gegn ógleði sem fylgir hinum stílunum. Ég fer aftur heim til mömmu því þar er nú best að vera þegar maður er lasin, set í mig þessa stíla og steinrotast. Mér líður svo aðeins betur seinni partinn og ákveð að drífa mig í bónus og svo ætluðum við vala að gera eitthvað í heimilisástandinu. Eftir bónus reyni ég eitthvað aðeins að taka til en gefst mjög fljótlega upp og álveð bara að fara að sofa um níuleytið. Tek aftur þess stíla en eftir smá stund verð ég að fara á klósettið því það er allt á leiðinni niður! Næ svo að sofna og vakna svo daginn eftir hálf slöpp en samt alveg í ok ástandi. Ákveð samt að fara ekki í skólann, þorði ekki að keyra brautina nema fara og skipta um dekk fyrst. Geri það og fer í bæinn, heilsa upp á stelpurnar mínar sem eru hjá pabba sínum, voru aukanótt því ég var svo slöpp. Þær náttúrulega alltaf jafn yndislegar og brosmildar, alveg hreint ótrúlegar þessar snúllur. Síðan fer ég að hitta mömmu og Berglindi, vorum að versla afmælisgjöf handa ömmu og svo í mat til hennar. Ég var farin að finna meiri og meiri verki en harkaði það einhvern veginn af mér. Svo komum við til ömmu, ég leggst upp í sófa, það er vont, reyni að sitja, ég versna og svo bið ég mömmu um að fara með mér að láta kíkja á mig. Nett pirruð á þessu veseni. Við vorum ekki búnar að bíða lengi uppá slysó þegar ég bað mömmu um að labba með mig að móttökunni og segja þeim að geti bara ekki meir. ÞArna var ég eiginlega hætt að geta labbað.Á meðan við stöndum þarna kemur þessi líka svaka verkur og ég bara brotna niður og fer að hágráta. Mér er komið inn fyrir rennihurðina og það er sóttur bekkur handa mér. Þar kippist ég við allar hreyfingar sem ég reyni að koma mér í. Er látin pissa en á voða erfitt með það vegna verkja. Síðan skána ég aðeins og kemst loksins inn í herbergi.Þar var alveg yndisleg hjúkka sem hugsaði um mig, setti upp legg í höndina á mér og tók blóðprufu. Þá var ég orðin áægtlega hress aftur og mamma ákvað að skjótast til ömmu að fá sér að borða. Síðan líður og bíður og það kemur til mín læknir eftir klukkutíma. Hann fer að spyrja mig alls kyns spurninga og á meðan versnar mér aftur. Síðan kemur hann við magann á mér og ég kippist öll til og snarversna og hann segist ætla að senda til mín hjúkku og gefa mér morfín. Eftir hálftímaer ég ennþá að drepast og hringi í mömmu og bið hana að koma aftur og segi henni að ég sé að fara að fá morfín. Þegar hún og berglind koma bið ég þær að hjálpa mér að pissa og þær þurfa að styðja mig alla leið. Þá var liðin klukkutími frá því læknirinn var inni hjá mér. Fljótlega eftir að mamma og þær komu aftur skánaði ég og var svo orðin nánast verkjalaus. Allavega nóg til þess að ég nennti þessu ekki lengur og vildi bara fara heim. Þá kemur hjúkkan með morfínið! En ég afþakkaði það, er skíthrædd við svona lyf. Síðan kemur læknirinn og segist hafa frétt að ég væri á leiðinni heim. Segist nú ekki geta leyft það og biður mig u að fara aftur upp a bekkinn og jújú, ég kippist öll við þegar hann snertir á mér magann. Hann fer svo og hringir niðrá landsspítala og segist ætla að senda mig þangað og láta ómskoða mig. Athuga hvort þessar blöðrur sjáist. ÞArna var líka komið úr blóðprufunum og þvaginu og bæði hreint. Um leið og við komum á borgó hringir hann svo í mömmu. Þá hafði hann skoðað þvagið betur og það komið í ljós að ég væri með blöðrubólgu! Mér fannst það nú hálf asnalegt, hef alveg fengið svoleiðis áður og þá er bara vont að pissa. Mér fannst ekkert vont að pissa núna! Fannst þetta nú hálf aumingjalegt, að brotna niður og fá grátköst út af blöðrubólgu. Við förum svo að sækja lyf og ég lúllaði hjá mömmu aftur í nótt. Vaknaði skárri, ekki alveg verkjalaus en samt skárri. Vona bara að þessi lyf geri kraftaverk :) Þetta var ógeðslegt!
Er svoað fá heimsókn í kvöld, Eygló og Toggi ætla að kíkja og Eydís, við ætlum að borða og fara svo að spila..hafa það kósí :)
Bloggar | 4.10.2008 | 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég á ekki til orð!!!
Ég var rétt í þessu að borga nokkra reikninga í gegnum heimabankann hjá mér og hvað haldiðið?! Þar var rukkun frá Knattspyrnufélagi Keflavíkur upp á 2000 kall. Aldrei nokkurn tímann hef ég verið beðin um að styrkja þetta félag, hvað þá samþykkt það að fá reikning inn á heimabankann hjá mér. Ég hélt að reikningsnúmer fólks væru einkamál? Hvar í andsk komst félagið yfir mitt reikingsnúmer nú eða kennitölu? Ég er brjáluð!! Djöfuls argasti dónaskapur og yfirgangur. Ég er ekki skráð í þetta félag, ekki neitt íþróttafélag ef því er að skipta og hvað þá að ég sé stuðningsmaður!!
Ég sendi þeim vel orðaðan tölvupóst þar sem þeir sem standa fyrir þessu voru vinsamlegast beðnir um að fjarlægja reikninginn út af heimabankanum mínum strax í fyrramálið.
Eru einhverji hérna sem hafa lent í einhverju sambærilegu? Er þetta leyfilegt? Endilega kommentið á þetta!
Bloggar | 30.9.2008 | 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja, þá kom að því. Mér finnst ég verða að fara að tjá mig eitthvað. Geri það hér og vona að einhverjir nenni að fylgjast með.
Ég er náttúrulega byrjuð í skólanum..grunnnám upplýsinga og fjölmiðlatækni í Tækniskólanum. Og kann alveg ótrúlega vel við mig! Það er æiðslegt að vera komin aftur í skóla og ennþá æðislegra að vera loksins í skóla af því mig langar til þess að vera í skóla og læra eitthvað. Ég var alltaf að byrja í þessum skólanum, byrja í hinum, hætta á miðjum önnum eða rétt fyrir lokapróf...fæ illt í magann af tilhugsuninni hversu miklum peningum ég sjálf og foreldrar mínir eru búin að eyða í þetta. En loksins er þetta að takast núna..mánuður búinn, ég búin að standa mig mjög vel að eigin áliti, áhuginn ennþá brennandi og fullkomnunaráráttan ennþá til staðar.
Svo finnst mér ég líka vera á síðasta sjéns, tala nú ekki um miðað við þjóðfélagsástandið. Mér finnst ég verða að mennta mig til þess að geta séð fyrir börnunum mínum eins og ég vil. Ég nenni ekki að standa í því að vera í láglaunavinnum næstu tuttugu árin og rétt skrimta. Ég vil getað farið í búðina síðasta dag mánaðarins og vita það að ég fer ekki yfir á kortinu mínu eða vita það að ég fái ekki synjun. Umfaram allt vil ég geta veitt mér og börnunum mínum fjárhagslegt öryggi og ég veit það að ég geri það með því að mennta mig. Ekki það að ég líti niður á ómenntað fólk, því fer fjarri. Ég á til dæmis frænku sem var að láta drauminn sinn rætast og fara í háksólanám og vá! Þvílíkt sem að ég dáist að henni! Mamma komin í háskólann líka og hún er í fullri vinnu meðfram ásamt því að sjá um börn,mann og bú! Hún er hetja.
En ég vil líka getað hugsað til baka og verið sátt og sæl með þær ákvarðanir sem ég tók. Það verður töff að gera þetta núna..en verður ekki bara erfiðara að gera þetta seinna? Börnin verða eldri, skuldirnar og útgjöldin hækka...launin standa í stað. Nei, ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þrauka í gegnum þetta núna og setjast niður með kaffibolla og tjilla eftir 10 ár, áhyggjulaus. Hugsanlega á Kúbu bara?!
Nei, þetta eru bara pæingarnar mínar og ég ætla rétt að vona að eftir 10 ár þá rekist ég kannski á þessa færslu og brosi með sjálfri mér því mér tókst það sem ég ætlaði mér. Vonandi mun ég ekki rekast á þetta og fá hnút í magann því ég klúðraði bigtime og vita það að sökin liggur bara hjá sjálfri mér og engum öðrum. Því það er svo týpískt og alveg ekta ég. Þannig að allir mínir velunnarar, mútta, pabbarnir mínir, amma, frænkur, frændar og vinkonur..þið fáið fullt leyfi til þess að dangla laglega í afturendann á mér ef ég fer út af sporinu..vonum bara að það gerist ekki!
Nóg í bili...verð alltaf svo kvíðin að pæla svona í framtíðinni...fer mér betur að lifa í núinu og standast daglegar kröfur sem ég set sjálfri með og það er oft bara drulluerfitt. En það er súrsætt og launin sem ég uppsker eru margföld og ég tala nú ekki um þegar að þessar skvísur brosa til mín og kasta sér í fangið á mér :)
/Users/birgittaasbjornsdottir/Desktop/n622489051_1400660_8837.jpg
Bloggar | 25.9.2008 | 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)